Með svörtum Bic penna
11.11.2008 | 23:13
Bjarni Björgvin hefur alltaf verið mjög mikill mömmukall. 7 ára segir hann oftast ennþá mamma MÍN.
Hann ætlar aldrei að giftast, hvað þá flytja að heiman. En einstaka sinnum gerir hann sér grein fyrir að ekki er ætlast til að menn búi endalaust hjá mömmu sinni. Þá daga getur hann vel hugsað sér að byggja sér hús í garðinum.
Hann hefur nýlega fengið mikinn áhuga á að teikna. Alls konar hluti og persónur. Semur jafnvel heilu myndasögurnar.
Í kvöld tattúveraði hann svo handleggina.
Með svörtum Bic penna.
Þemað var ógeðslegt. Varla sást í húð fyrir köngulóm, hauskúpum, drekum og slöngum í bland við blóðstorkin augu.
Frekar fúll þegar tími kom á að fara í bað. Öll vinnan máðist af.
Þegar ég breiddi yfir hann í kvöld sá ég að hann hafði farið vel ofan í eitthvað á vinstri handleggnum.
Eitthvað sem skipti máli.
Með svörtum Bic penna.
Æ lof mæ mom
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Æ en sætt! Þetta er það sem skiptir máli í lífnu. Svona hlutir verða a.m.k. ekki teknir af manni í kreppunni.
Borghildur (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 10:55
Krúttið þessi frændi minn! Flottastur.
Kveðja úr Vesturbænum
MAJA
Maja (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 19:42
Vááááá
Þetta er ávísun á allsherjar bráðnun. Meiri molinn þessi drengur.
Andvökukveðjur úr G-bæ.
Katrín Brynja (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 00:25
æ en sætt, alltaf gott að eiga mömmustráka ;) halda alltaf að við séum bestar og sætastar. Kristófer ætlar líka alltaf að búa hjá okkur, telur enga ástæðu til annars (greinilega hafa þeir það gott heima við) ef ég spyr hann hvort hann ætli ekki að eiga fjölskyldu þá getur hún bara búið hjá okkur líka.
Knús
Dagga
Dagmar S. Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 11:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.