Færsluflokkur: Bloggar
Persónuleikaruglingur?
22.12.2008 | 13:16
Árni hefur verið óskipulagði aðilinn í sambandinu. Hlutirnir oftast bara gerðir eftir hendinni. Oft með tilheyrandi pirringi frú fullkomnunaráráttu.
Ekki lengur. Ég fékk eftirfarandi innkaupalista afhentan í dag.
Jólainnkaup 2008 | |||
Niðursuðuvörur | |||
Maís | 4 | Dósir | |
Rauðkál | 2 | Dósir | |
Grænar baunir | 3 | Dósir | |
Grænmetiskælir | |||
Kartöflur | 4 | kg | |
Laukur | 6 | stk | |
Sellerí | 1 | stk | |
Epli rauð | 6 | stk | |
Vínber græn | 1 | poki | |
Egg | 1 | pakki | |
Mjólkurkælir | |||
Rjómi | 2 | Lítrar | |
Sýrður rjómi | 4 | stk | |
Skinka | 1 | pakki | |
Mjólk | 4 | Fernur | |
Gos og nammi | |||
Coke Zero | 24 | Lítrar | |
Appelsín | 8 | Lítrar | |
Malt | 9 | Lítrar | |
Nammi | |||
Snakk | |||
Bökunarvörur | |||
Piparkorn svört | 1 | stk | |
Rifsberjahlaup | 1 | krukka | |
Pönnukökusíróp | 2 | flöskur | |
Saxaðar möndlur | 200 | gr | |
Möndlur | 1 | poki | |
Suðusúkkulaði | 1 | pakki | |
Annað | |||
Cocoa puffs | 2 | kassar | |
Ís | 2 | Lítrar | |
Íssósa | 1 | stk | |
Örbylgjupopp | 2 | kassar | |
Instant Pasta | 4 | stk | |
Kirsuberjasósa | |||
Rauðvín | |||
Möndlugjöf |
Ekki aðeins er hann settur upp í Excel, heldur vörum raðað eftir flokkum og staðsetningu í búð. Einnig er tekið fram í hvaða formi varan á að vera svo maður kaupi nú ekki óvart suðusúkkulaði í flösku eða egg í poka.
Er það þetta sem gerist þegar fólk er búið að vera saman of lengi? Blandast persónuleikar fólks? Með skelfilegum afleiðingum?
En hvað segir það um mig að mig dauðlangar að benda honum á að það sé venjulega settur punktur á eftir skammstöfunum?
Við verðum að fara að finna okkur eitthvað að gera!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)